Yfirbyggingar og lokunarbúnaður

Allar dyr og önnur op þar sem sjór getur runnið inn í skipið skulu vera tryggilega lokuð í slæmu veðri. Allur lokunarbúnaður skal ávallt vera í góðu lagi, vel við haldið og geymdur um borð.
Lúgur skulu vera vandlega skálkaðar þegar þær eru ekki í notkun. Allir blindhlerar skulu vera í góðu lagi og vandlega skálkaðar í vondum veðrum.

Loftrör fyrir olíugeyma skulu vera tryggilega lokuð í vondum veðrum.
Til þess að skip þoli mikinn halla án þess að hvolfa er æskilegast að yfirbygging skipsins sé í fullri breidd þess.

 

Eins og sést á myndinni kemur verulegur hlutur uppdrifsins frá lokuðum yfirbyggingum þegar halli skipsins er mikill. Forsenda þess að yfírbyggingar gefi viðbótaruppdrif er undir því komin að lokunarbúnaður sé lokaður og þéttingar o.fl. í góðu ásigkomulagi.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is