AIS kerfið

AIS kerfið (Automatic Identification System) er mjög gagnlegt kerfi. Þetta er sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa. AIS-kerfið, samanstendur af sendi- og móttökutækjum um borð í skipum, strandarstöðvum sem taka við upplýsingum og senda þær, gagnabanka sem varðveitir upplýsingar og miðlar þeim og boðskiptaleiðum milli kerfiseininga. Tæknibúnaður AIS-kerfisins byggir á alþjóðlegum stöðlum og er í notkun víða um heim. AIS kerfið er notað við Íslandstrendur það eru ennþá gloppur í kerfinu sem á eftir að laga, það kemur fyrir að bátar sem er mjög nærri landi detta út úr kerfinu. Þetta gerist nokkuð oft við Vestfirði ef bátar eru nærri landi og því er gott fyrir frístundaveiði menn að vita þetta til að geta brugðist  við. Strandstöðvarnar kalla þá upp bátana sem falla út. Þess vegna er nauðsynlegt  að hlusta vel á rás 16.

Starfsmenn Siglingastofnunar Íslands settu fyrstu landstöðina fyrir AIS-kerfið upp í Bláfjöllum vorið 2004. Í árslok 2007 voru landstöðvarnar orðnar 15 talsins og kerfið nær nú yfir allar siglingaleiðir og helstu veiðislóðir við landið, allt að 70 sjómílur (130 km) á haf út, en útbreiðsla þess nær ekki yfir alla firði og flóa. Notendur upplýsinga úr kerfinu hér á landi eru einkum: Vaktstöð siglinga, Landhelgisgæsla Íslands, hafnarríkiseftirlit Siglingastofnunar, hafnir, Fiskistofa og skipstjórnendur. Auk þess hefur Atlantshafsbandalagið aðgang að AIS-upplýsingum.

 

 

 

AIS-kerfið hefur ýmsa kosti umfram ratsjána. Skipstjórnarmenn á skipum sem hafa þennan búnað um borð sjá til annarra skipa í grennd ef þau hafa sama búnað, jafnt þótt skipin séu í hvarfi og ratsjárgeisli nái ekki til þeirra. Það er einnig mikilvægur kostur á AIS-kerfinu að unnt er að varðveita upplýsingar um siglingu skipa í gagnabanka.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is