Halli og ramb

 

HALLI VEGNA INNRI ÞUNGA (SLAGSÍÐA)
List
Skip er sagt hafa slagsíðu þegar það hallast vegna krafta um borð, t.d. færslu af þunga út í annað borðið. Slagsíða rýrir stöðugleika skipsins. Þegar slagsíða er leiðrétt með því að auka samtímis sæþunga skipsins skal leitast við að koma viðbótarþunganum fyrir eins neðarlega í skipinu og unnt er.

HALLI VEGNA YTRI AHRIFA
Heel
Halli vegna ytri áhrifa stafar af álagi frá öldum og vindi.

RAMB (ÓSTÖÐUGT JAFNVÆGI)
Loll
Hugtakið ramb eða óstöðugt jafnvægi lýsir ástandi skips sem er óstöðugt á réttum kili og liggur þess vegna með halla í annað hvort borðið. Ef utanaðkomandi kraftur, s.s. vindur eða bára, hróflar við þessu ástandi, mun skipið leggjast með sama halla í hitt borðið. Óstöðugt jafnvægi eða ramb er alls ekki það sama og halli vegna ytri áhrifa eða innri þunga. Lagfæringar á þessum aðstæðum, krefjast mismunandi ráðstafana, allt eftir því hverjar orsakirnar eru. Þess vegna er mjög mikilvægt að sjómenn geti greint á milli þessara hugtaka.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is