Sjór fyrir aftan þvert (lens)

Vanmetið ekki þá hættu sem getur fylgt því að nota sjálfstýringu í slæmu veðri þar eð það torveldar skjót viðbrögð til að stjórna skipinu. Verið vel á verði gagnvart þeim hættum sem fylgja því að hafa sjóinn fyrir aftan þvert. Það getur valdið miklum veltingi og/eða að skipið lætur erfíðlega að stjórn og rásar. Ef skipið leggst mikið eða lætur illa að stjórn er best að draga úr ferð eða breyta stefnu, jafnvel hvorttveggja.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is