GPS staðsetningartækið

GPS er stytting á enska heitinu Global Positioning System. Þetta er rafrænt staðsetningartæki sem sýnir nákvæma landfræðilega staðsetningu og hefur útbreiðslu um alla jörðina. Upphaflega var þetta kerfi hannað af tæknimönnum Bandaríkjahers til hernaðarnota, en nú er almenningi frjáls afnot af þessu kerfi.

 

 

GPS- kerfið safnar upplýsingum frá 24 gervitunglum sem eru á sveimi um jörðu í um 20.000 km hæð.


GPS-móttakara berast ætíð upplýsingar frá sex gervitunglum í senn, óháð því hvar tækið er statt á jörðunni. Boð frá þremur tunglum nægja tölvu GPS-tækisins til að reikna út nákvæma landfræðilega staðsetningu.


Boð frá fjórum tunglum þarf tækið til að reikna út til að tækið geti reiknað út hæð yfir sjávarmáli til viðbótar við breidd og lengd.


GPS-tæki reikna út með einnar sekúndu bili og eru nákvæm upp á 10-20 metra eða jafnvel nákvæmari.


GPS- kerfið er mikið notað til staðsetningar á sjó og landi. Slík tæki er í leigubílum, bílaleigubílum og Strætó í Reykjavík. Einnig eru margir komnir með GPS- tæki í einkabílinn. Hægt er að fá sjókort, landa- og borgarkort. Tækin geta móttekið ýmsar upplýsingar sem þeim eru  sendar frá stjórnstöðum víða. Það er hægt að fá þau til að rata, hvort sem er uppi á fjöllum, borginni eða úti á hafi.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is