Siglingastefnur - kompásstefna

Þó að við þurfum ekki að nota þennan fróðleik í amstri dagsins við frístundaveiðar og á skemmtibátum er gaman að hafa smá vitneskju um þetta og vita um hvað málið snýst. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að segulkompásinn verður ekki réttur eru það oft eitthvað í nánasta umhverfi sem gerir það að verkum. Nefnist það einu nafni segulskekkja. Segulskekkja í skipum er misjöfn. Í járnskipum er hún veruleg, en minni í tréskipum og bátum úr plasti.
Það á að leiðrétta kompásinn einu sinni á ári og til þess eru kompásréttinga menn sem hafa til þess tæki og tól til að rétta af kompásinn. Þeir gefa svo út sérstaka töflu með leiðréttingum sú tafla á að hanga á áberandi stað nærri kompásnum.

 

 

Það sést vel á þessari mynd hvað það er sem oft ruglar kompásinn öll tækin sem við höfum um borð trufla meira og minna. Tækin og verkfæri sem höfð erum borð mynda segulskaut í bátnum.

 

 

Þegar ekki er hægt að leiðrétta kompásinn er gerð stýritafla sem sýnir skekkju eftir stefnum.
Stýritafla (segulskekkjutafla) á alltaf að vera nálægt kompásnum og vera vel sýnileg.
Kompásinn er skál fyllt með blöndu af vínanda ( trésíritus óhæft til drykkjar) og eimuðu vatni (1:2) svo vökvinn frjósi ekki.


Kompásrósin snýst á nál sem er úr hörðum málmi.
Rósinni er skipt í 360° og einnig í 32 strik en það er núna kallað gamla kerfið.Hvert strik skiptist í kvartstrik, hálfstrik og treikvartstrik. Á milli þeirra eru svo millistrik. 11 ¼ ° eru í hverju striki. því nú til dags er farið að sigla eftir gráðum sem táknaðar með tölunni t.d 23 og gráðu merkinu sem er táknað svona°

 

 

Þegar við notum göngukompás sjáum við það að oftast gráðuskífa og segulnál sem vísar á skífuna.Gírókompásinn er óháður segulsviði jarðar, en er háður rafkerfi skipsins. Hann sýnir alltaf réttvísandi stefnur. GPS.kompásinn er tiltölulega nýr en hefur rutt sér til rúms og er mikið notaður um borð í hvort sem er í litlum fiskiskipum eða stórum. Hefur hann að mestu leiti rutt Gírókompásnum úr vegi. Gíróin eins og hann er oftast kallaður er mest notaður í kaupskipum og stórum skipum. 

 

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is