Staðarlínur

Staðarlína er lína á yfirborði jarðar sem skip er statt í. Staðarlínu má finna miði, miðin og fjarlægð.
Mið er þegar tvö kennileiti bera saman. Til dæmis þegar vita ber í fjallstopp eða hæð.Tvö mið er mjög ábyggileg staðarákvörðun,sem nota ber hvenær sem tækifæri er til.

Útsetning í kortið er sýnd á myndinni. Kirkjuna A ber yfir suðurenda eyjarinnar B og mylluna C ber yfir duflið D. Skurðpunkturinn E er staður skipsins.
Það getur verið gott að kunna að taka mið einkunn landmið hér eru nokkrar aðferðir:

 

Mið og miðun eru ekki jafn góð staðarákvörðun og tvö mið, en eru þó allgóð, ef miðaði hluturinn er ekki langt í burtu. Á myndinni hér sjáum við að milluna A ber yfir kirkjuna B og samtímis miðast höfðinn C á kompásinn. Staðarlínunar skerast í D sem er staður skipsins.

 

Tvær miðanir eða krossmiðun er enna mest notuð allra staðarákvarðana þó hún  sé ekki sérlega nákvæm. Hún er hentug að því leyti að ekki þarf nema tvo staði til athugunar. Þeir þurfa ekki að liggja á neinn ákveðinn hátt að öðru leyti en því að hornið á milli miðananna má ekki vera of lítið, helst ekki minna en 40-50°. Útsetningin er sýnd á myndinni hér að ofan þar sem miðaðir eru staðirnir A og B.Skurðpunktur staðalínanna er staður skipsins.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is