Frágangur afla

Laus farmur í lest, sem getur skriðið þegar skip hallast, hegðar sér eins og vökvi með óheft yfírborð. Þetta á t.d. við um loðnu- og síldarfarma. Langskipsskilrúm og vel hólfuð lestarrúm eru því mjög mikilvæg vegna stöðugleika og öryggi skipsins. Sjá einnig kaflann Áhrif óhefts yfirborðs á bls. 13.

Tryggilega skal gengið frá fiskikörum o.þ.h. þannig að þau geti ekki færst til, jafnvel ekki við mikinn halla á skipinu.

LESTARBORÐ OG LESTARSTOÐIR

Aldrei skal flytja lausan fisk án þess að fullvissa sig um að lestarborðum hafi verið tryggilega komið fyrir (efstu borðin læst í stoðum). Farmurinn má ekki geta færst til.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is