Sjóbúnaður

Veiðarfæri og aðrir þungir hlutir skulu vera tryggilega bundnir niður (sjóbúnir) og staðsettir eins neðarlega og kostur er. Veiðarfæri á efri þilförum, þilfarshúsum og á þaki stjórnpalls draga mjög úr stöðugleika skipsins.
Tryggilega skal gengið frá kjölfestu skipsins þannig að hún geti ekki færst til, jafnvel ekki við mikinn halla á skipinu.

Óheimilt er að nota lausa kjölfestu.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is