Uppdrif

UPPDRIF
Buoyancy
Ef bolta er haldið niðri í vatni og síðan sleppt skýst hann upp aftur vegna krafts sem við köllum uppdrifskraft eða uppdrif.
Þegar skip flýtur frjálst er uppdrif skipsins jafnt þyngd þess (samanber lögmál Arkimedesar).

UPPDRIFSMIÐJA
Centre of Buoyancy
Uppdrifsmiðja er sá punktur (B) sem uppdrifskraftur virkar lóðrétt upp í gegnum. Uppdrifsmiðja er rúmfræðileg miðja særýmis skipsins.

Þegar lögun skipsins er þekkt getur skipahönnuður reiknað út staðsetningu uppdrifsmiðju (B) við mismunandi hleðslu og halla skipsins.

Öll réttindi áskilin © Fræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.is