Vatns- og veðurþéttleiki
VATNSÞÉTTLEIKI OG VEÐURÞÉTTLEIKI
Watertight and Weathertight Integrity
Til þess að koma í veg fyrir flæði inn í skipið þarf bolur þess að vera þéttur. Jafnframt þarf lokunarbúnaður á opum þar sem sjór getur streymt inn í skipið að vera í fullkomnu lagi. Þetta á m.a. við um botn- og síðuloka, lúgur, dyr, glugga, kýraugu og loftop.
Skip eru hólfuð niður til þess að draga úr áhrifum vegna flæðis inn í skipið og á milli vatnsþéttra hólfa.
„Vatnsþétt" merkir að sjór (eða annar vökvi) komist ekki inn í eða út úr vatnsþéttu hólfunum. M.ö.o. merkir vatnsþétt þéttleika frá báðum hliðum. Sem dæmi skulu bolur skips, aðalþilfar (veðurþilfar) og þil á milli vatnsþéttra hólfa vera vatnsþétt. Vatnsþétt þil skulu vera vatnsþétt a.m.k. upp að aðalþilfari. Ef op eru höfð í slíkum þiljum skulu þau vera búin vatnsþéttum lokunarbúnaði.
„Veðurþétt" merkir að sjór komist ekki inn í skipið. M.ö.o. merkir veðurþétt þéttleika frá annarri hliðinni. Sem dæmi skulu lúgur, gluggar og kýraugu vera með veðurþéttum lokunarbúnaði. Hið sama á við um dyr og önnur op á lokuðum yfirbyggingum.